Þrengslavegur lokaður

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrengslavegur hefur verið lokaður síðan um tvö leytið í dag en unnið er að því að ná upp vöruflutningabíl sem fór út af veginum í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni átti vegurinn að vera lokaður í skamma stund á meðan væri verið að ná bílnum upp, en núna á sjötta tímanum er hann ennþá lokaður.

UPPFÆRT KL. 17:40: Búið er að opna veginn á nýjan leik.

-dng.

Fyrri greinUngmennaliðið á sigurbraut
Næsta greinTyghter með sannkallaða tröllatvennu