Þorsteinn skipaður skrifstofustjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Þorstein Hjartarson, Önnu Tryggvadóttur og Árna Jón Árnason í þrjú embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu samkvæmt nýju skipulagi, til fimm ára.

Þorsteinn hefur starfað hjá Sveitarfélaginu Árborg í rúman áratug, síðast sem sviðsstjóri fjölskyldusviðs sveitarfélagsins. Hann er skipaður í embætti skrifstofustjóra ráðuneytisins á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar.

Þorsteinn er með M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana frá Kennaraháskóla Íslands og íþróttakennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Auk þess hefur hann stundað nám við Idrætshøjskolen i Sønderborg og á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Þorsteinn var m.a. skólastjóri Fellaskóla 2000–2007, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts 2007–2011, fræðslustjóri Árborgar 2011–2019 og hefur verið sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar frá árinu 2019.

Fyrri greinTómatarnir munu roðna sem aldrei fyrr
Næsta greinLjóðskáld eru svo óþolandi upptekin af sjálfum sér