Þórisjökull skelfur

Þórisjökull. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Klukkan 9:38 í morgun hófst jarðskjálftahrina í Þórisjökli og hefur hún staðið yfir í allan dag.

Skjálftarnir eru orðnir 28 talsins, sá stærsti af stærðinni 3,0 kl. 13:06 í dag. Veðurstofunni hefur ekki borist tilkynning um að skjálftarnir hafi fundist í byggð.

Svæðið, sem er í Grímsnes- og Grafningshreppi, er enda fjarri mannabyggðum en upptök stærsta skjálftans eru 37 kílómetrum fyrir norðan Laugarvatn.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofunni, segir á Twittersíðu sinni að um frekar óvenjulega virkni sé að ræða.

Fyrri greinML fær fimmta Grænfánann
Næsta greinTengi opnar verslun á Selfossi