Þorfinnur nýr stallari í ML

Ný stjórn Nemendafélagsins Mímis með stallarann í broddi fylkingar. Ljósmynd/ML

Þorfinnur Freyr Þórarinsson frá Spóastöðum í Biskupstungum er nýr stallari hjá Nemendafélaginu Mími í Menntaskólanum að Laugarvatni.

Í gær var kjörfundur í ML þar sem nemendur kusu sér nýja nemendafélagsstjórn.

Auk Þorfinns eru í nýju stjórninni þau Helga Margrét Óskarsdóttir, varastallari, Guðrún Karen Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Sindri Bernholt, vef- og markaðsfulltrúi, Laufey Helga Ragnheiðardóttir og Haukur Hjartarson, árshátíðarformenn, Andrea Sigurðardóttir og Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir, jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar, Kristrún Urður Harðardóttir, ritnefndarformaður, Kristján Bjarni R. Indriðason og Almar Máni Þorsteinsson, íþróttaformenn, Agnes Pálmadóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir, skemmtinefndarformenn og Sóldís Fannberg Þórsdóttir, tómstundaformaður.

Fyrri greinLokanir endurskoðaðar: Heiðin og Þrengslin lokuð síðdegis
Næsta greinAðalvinningurinn fór á Selfoss