Þollóween í þriðja sinn

Grasker skorin út á Þollóween. Ljósmynd/Þollóween

Skammdegishátíðin Þollóween verður haldin dagana 26.-31. október og er það í þriðja sinn sem Þorlákshafnarbúar fagna myrkrinu, klæða sig upp og skemmta sér hræðilega í heila viku.

Hafnarfréttir greina frá þessu og þar kemur fram að það hafi veirð áskorun að koma hátíðinni saman í ár enda ganga hátíðir almennt út á það að fólk komi saman til að skemmta sér sem er þvert á það sem leyfilegt er á þessum fordæmalausum tímum.

Þollóween nefndin ákvað að láta það ekki stoppa sig heldur leita leiða til að búa til vettvang og tilefni fyrir fjölskyldur að eiga skelfilega góðar stundir saman, án þess að vera mikið að hitta aðra samt.

Sem fyrr er sú nefnd skipuð konum í þorpinu sem eiga það sameiginlegt að vera léttgeggjaðar og hafa gaman af allskonar veseni. Foreldrafélögin í leikskólanum Bergheimum og Grunnskólanum í Þorlákshöfn koma líka að verkefninu.

Nánar má lesa um Þollóween á vef Hafnarfrétta.

Fyrri greinMatarfrumkvöðlar leysa áskoranir á Suðurlandi
Næsta greinHarald vekur athygli fyrir sitt fyrsta lag