Þökkuðu fyrir björgunina með kaffispjalli

Ljósmynd/Björgunarsveitin Ingunn

Björgunarsveitin Ingunn og Hjálparsveitin Tintron fengu útkall klukkan 16:22 á mánudag vegna vélarvana báts á Þingvallavatni.

Ekki var veruleg hætta á ferðum en eins og menn vita getur Þingvallavatn verið óútreiknanlegt og aðstæður breyst mjög hratt.

Ingunnarmenn voru komnir með bátinn í tog 40 mínútum eftir að útkallið barst og drógu hann að landi. Útkallið fékk því farsæl endalok og bátsverjar þökkuðu fyrir sig þegar í land var komið með því að bjóða björgunarsveitunum í kaffi og skemmtilegt spjall.

Fyrri greinTakið nagladekkin undan strax
Næsta greinSkrifuðu undir málefnasamning í Lystigarðinum