Þjótandi með lægsta tilboð í ljósleiðara í Eyjum

Þjótandi ehf á Hellu átti lægsta tilboðið í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Vestmannaeyja, sem leggja á í vetur.

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á rúmlega 31 milljón króna. Heflun átti næst lægsta tilboðið, rúmlega 31,5 milljónir króna, SH Leiðarinn bauð 37,6 milljónir og Steingarður 44,3 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 25,2 milljónir króna og mun verkkaupi nú yfirfara tilboðin og taka ákvörðun um næstu skref, að því er Eyjafréttir greina frá.

Um er að ræða plægingu, gröft og ídrátt blástursröra fyrir stofn- og heimtaugastrengi, alls 8 kílómetra að lengd, auk frágangs á götuskápum, inntaksboxum og dreifistöð. Verkinu á að vera lokið þann 1. apríl næstkomandi.

Fyrri greinFólk beðið um að spara heita vatnið
Næsta grein„Geggjað að fá að vera partur af þessu liði“