Þjótandi bauð lægst í Hvammsveg

Vegagerð. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þjótandi ehf á Hellu átti lægra tilboðið í endurbyggingu Hvammsvegar, vegkafla frá Landvegi að Hvammi 3 í Landsveit.

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á 154,3 milljónir króna og var 63% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 250 milljónir króna.

Aðeins tvö tilboð bárust í verkið en Nesey ehf í Árnesi bauð 182,5 milljónir króna.

Um er að ræða rúmlega 3 kílómetra kafla og á verkinu á að vera lokið þann 1. október næstkomandi.

Fyrri greinHáskólalestin brunar á Hornafjörð
Næsta greinSkálholtsstaður – Menning á miðvikudögum í maí