Þjótandi ehf á Hellu bauð lægst í endurbætur á 7,5 kílómetra kafla á Hagabraut í Rangárþingi ytra, frá Landvegi upp fyrir afleggjarann að Burstabrekku.
Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á 293,7 milljónir króna og er 81,6% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 360,2 milljónir króna.
Sjö önnur tilboð bárust í verkið. Óskatak bauð 241,8 milljónir króna, Borgarverk 359,7 milljónir, Heflun ehf 364,9 milljónir, Þróttur ehf 377,6 milljónir, Suðurverk 387,8 milljónir, Stórverk 393,1 milljón og Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir 394,9 milljónir króna.
Núverandi vegur er 5-6 m breiður malarvegur sem verður breikkaður í 6,5 með 6,3 m breiðri klæðingu og 2×10 cm malaröxlum.
Verkinu á að vera lokið þann 15. ágúst 2026.