Þjóðveginum lokað í Öræfum

Freysnes. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað milli Freysness í Öræfum og Reynivalla í Suðursveit. Þar er mjög hvasst og eru viðbragðsliðar að aðstoða fólk vegna þessa.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að að minnsta kosti tveir húsbílar séu mikið skemmdir eftir að hafa fokið og að auki mun vera tjón á húsum við Fjallsárlón.

UPPFÆRT KL. 19:00: Búið er að opna veginn á nýjan leik. Eitthvað hefur lægt á þessum slóðum en lögreglan hvetur samt fólk til þess að fara varlega.

Fyrri greinKonurnar komnar til byggða
Næsta greinSuðurtak bauð lægst í Búrfellsveg