Þjóðveginum lokað austan við Markarfljót

Þjóðvegur 1 í Vík í Mýrdal. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Vegna veðurs verður Þjóðvegi 1 milli Markarfljóts og Víkur lokað kl. 9:00 í fyrramálið og frá klukkan 11 verður lokað milli Víkur og Hafnar í Hornafirði.

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 8 á þriðjudagsmorgun og fram á aðfaranótt miðvikudags. Gert er ráð fyrir norðvestan 15-23 m/sek með snörpum vindhviðum við fjöll en hvassast verður undir Eyjafjöllum.

Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi á milli kl. 11 og 14 en eftir klukkan 14 og fram á miðvikudagsmorgun en appelsínugul viðvörun og ekkert ferðaveður. Hvassast verður austantil á svæðinu þar sem vindhviður geta farið yfir 40 m/sek.

Fyrri greinBjörn áfram með Selfossliðið
Næsta greinLitli bróðir kom og sótti Íslendingana