Þjóðhátíðarstemning á Selfossi

Það var frábær stemning í tröppunum á Brúartorgi í kvöld. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Það var frábær stemning á Brúartorgi á Selfossi í kvöld þar sem sýnt var frá dagskrá Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum á risaskjá.

Hápunktinum var náð þegar Selfyssingurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson hóf brekkusönginn af stóra sviðinu í Herjólfsdal og sveitungar hans tóku vel undir með honum á heimavellinum í miðbæ Selfoss.

Brúartorg var smekkfullt í allt kvöld og sannkölluð þjóðhátíðarstemning í tröppunum.

Fyrri greinSvavar áfram skólastjóri
Næsta greinUSVS varði fyrirmyndarbikarinn