Í dag kl. 15:58 varð skjálfti á Hengilssvæðinu af stærðinni 2,9. Upptök skjálftans voru rétt austan við Svínahlíð.
Nokkrir litlir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Jarðskjálftar eru algengir á svæðinu en þann 26. maí síðastliðinn varð skjálfti af stærð 3,3 á svipuðum slóðum.
Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði.

