„Þetta er ógeðslega skemmtileg keppni“

Daníel Smári Björnsson, formaður NFSu. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands (NFSu) verður haldin í kvöld, miðvikudagskvöld, í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

„Undirbúningur hefur gengið mjög vel, þetta er allt að verða tilbúið,“ segir Daníel Smári Björnsson, formaður NFSu, í samtali við sunnlenska.is.

Alls taka níu keppendur þátt í söngkeppninni í ár, sjö stelpur og tveir strákar.
Þema keppninnar í ár er níundi áratugurinn.

„Þetta er ógeðslega skemmtileg keppni. Ég mæli rosalega mikið með að fólk mæti á þetta,“ segir Daníel Smári ennfremur.

Húsið opnar kl. 19:00 og keppnin hefst klukkan 20:00. Hægt er að nálgast miða inn á stubb.is.

Fyrri greinGarpur vann stigabikarinn á héraðsmótinu í borðtennis
Næsta greinFærum ekki svo auðveldlega úr ESB