Þakplötur á flugi í storminum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fljótlega eftir að appelsínugular veðurviðvaranir tóku gildi klukkan 10 í morgun bárust fyrstu útköll björgunarsveita vegna veðursins.

Hjálparsveit skáta í Hveragerði var fyrst út úr húsi til þess að fergja þakplötur sem fokið höfðu af nýbyggingu nálægt Hveragerði.

Klukkan tólf höfðu síðan Mannbjörg í Þorlákshöfn og Flugbjörgunarsveitin á Hellu verið kallaðar út, til þess að takast á við fok á þakplötum eða klæðningum.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að gera megi ráð fyrir að víða verði varasamt ferðaveður og að tryggja þurfi lausamuni til koma í veg fyrir foktjón.

Þá er því beint til foreldra og forráðamanna grunnskólabarna að þau gæti þess að sækja börnin sín að loknum skóladegi en láti þau ekki ganga ein heim.

Fyrri greinÁtján kærðir fyrir að kitla pinnann
Næsta greinMeð eitt barn laust og annað í fanginu