Það er Neyðarkall!

Dagana 4.-6. nóvember fer sala björgunarsveita á Neyðarkallinum formlega fram um allt land. Neyðarkallinn í ár er sjóbjörgunarmaður en hann tengist átaki björgunarsveita í eflingu sjóbjörgunar og endurnýjunar björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Björgunarfélag Árborgar minnir á að sölustaðir á Selfossi verða í öllum helstu verslunum en einnig verður gengið í hús á Stokkseyri.

„Við hvetjum alla til þess að styrkja sína heimasveit með kaupum á Neyðarkallinum, en hagnaðurinn af sölunni rennur beint til björgunarsveitarinnar sem verslað er af. Við minnum einnig á að hægt er að styrkja okkur í Björgunarfélagi Árborgar með kaupum á stóra Neyðarkallinum og eru fyrirtæki og stofnanir hvött til að fjárfesta í slíkum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á neydarkall@bfa.is fyrir frekari upplýsingar,“ segir í tilkynningu frá BFÁ.

Fyrri greinMatsáætlun fyrir landeldi í Ölfusi
Næsta greinVildi ekki verða hluti af þriggja kynslóða harmsögu