Þ-listinn í Bláskógabyggð tilkynnti um framboð um sama leiti og listinn skilaði inn framboði til yfirkjörstjórnar síðasta föstudag.
Anna Greta Ólafsdóttir, ráðgjafi og fyrrum skólastjóri, er oddviti listans, sem fékk tvo menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2018.
Uppstillingarnefnd stillti upp á listann að þessu sinni en í tilkynningu frá framboðinu segir að listann skipi hópur sem býr að alls konar þekkingu og reynslu af lífinu og tilverunni og endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
„Við trúum því að lýðræði, skýr framtíðarsýn og gróskumikið atvinnulíf sé grunnurinn að góðu velferðarsamfélagi. Við viljum forgangsraða í þágu þjónustu við alla íbúa, ekki síst barna, fjölskyldna og allra sem reiða sig á fjölbreytta og vandaða þjónustu sveitarfélagsins,“ segir í tilkynningunni.
Þ-listinn í Bláskógabyggð er þannig skipaður:
1. Anna Greta Ólafsdóttir, ráðgjafi og fyrrum skólastjóri
2. Jón Forni. Snæbjörnsson, byggingarverkfræðingur og slökkviliðsmaður
3. Andri Snær Ágústsson, eigandi ferðaskrifstofu
4. Stephanie Langridge, ferðaþjónustu- og markaðssérfræðingur
5. Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir, umsjónarmaður fasteigna
6. Hildur Hálfdánardóttir, skólafulltrúi og ritari
7. Kamil Lewandowski, kennari
8. Anthony Karl Flores, smiður
9. Smári Stefánsson, framkvæmdastjóri
10. Jens Pétur Jóhannsson, rafvirkjameistari