Teymt undir 700 börnum

Á Sunnlenska sveitadeginum á Selfossi um síðustu helgi sá æskulýðsnefnd Sleipnis um að teyma undir börnum á athafnasvæði Jötunn-Véla.

Verkefnið tókst með afbrigðum vel að sögn Sleipnismanna en farnar voru yfir 700 ferðir á á fjórum klukkutímum sl. laugardag.

Æskulýðsnefnd Sleipnis þakkar öllum sem að verkefninu komu fyrir veitta aðstoð.