Telur breytingarnar framfaraskref

Sveitarstjórn Rangárþings eystra telur fyrirhugaðar breytingar á embættum sýslumanna og lögreglustjóra framfaraskref og fagnar sérstaklega boðuðum hugmyndum um tilflutning verkefna úr ráðuneytum til stofnana á landsbyggðinni með tilheyrandi fjölgun starfa.

Innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafrumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra. Suðurland verður eitt umdæmi lögreglustjóra en hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum.

Málið var rætt á fundi sveitarstjórnar í gær og um leið minnti sveitarstjórn á sérstöðu svæðisins með tilliti til náttúruvár og þá miklu reynslu og sérþekkingu sem til staðar er í almannavörnum á svæðinu.

Fyrri greinMikið álag á bráðamóttöku
Næsta greinBarið í brestina í Biskupstungum