Telja hækkun Rarik alvarlega aðför að íbúum dreifbýlisins

Sveitarstjórn Flóahrepps telur að hækkun Rarik á dreifingu raforku í dreifbýli sé alvarleg aðför að íbúum í dreifbýli landsins og til þess fallið að auka enn á mismun búsetuskilyrða milli dreifbýlis og þéttbýlis.

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur mótmælt hækkun Rarik á dreifingu raforku í dreifbýli.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur raforkukostnaður hækkað mest hjá viðskiptavinum Rarik dreifbýli/Orkusalan eða um 6,6% frá því í ágúst í fyrra.

Fyrri greinHelga sýnir í Listagjánni
Næsta greinRagnar kosinn í byrjunarliðið