Tekur þátt í strætókostnaði hreppsbúa

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt að hreppsbúar sem stunda framhalds- eða háskólanám á höfuðborgarsvæðinu fái styrk til kaupa á strætókortum.

Námsmenn með lögheimili í hreppnum eiga þess kost að fá styrk til kaupa á námsmannakorti, allt að 15.500, kr. sem veitir aðgang að strætisvögnum á gjaldsvæði 1.

Námsmenn með lögheimili í þeim sveitarfélögum sem eru eigendur Strætó bs. fá gjaldfrjálsan aðgang að almenningsvögnum fyrirtækisins.

Fyrri greinFramkvæmdanefnd landsmóta tekur til starfa
Næsta greinÞýfi fannst á Selfossi