Tekjur af Búðarhálsvirkjun að koma inn

Ásahreppur hyggst halda útsvarsprósentu óbreyttri á næsta ári og verður hún 12,44% sem fyrr. Önnur gjöld verða ekki hækkuð en á næsta ári mun hreppurinn byrja að hafa tekjur af Búðarhálsvirkjun.

Gera má ráð fyrir að virkjunin skili um 40 milljónum króna í fasteignagjöld og fær Ásahreppur 4/7 af þeirri upphæð en Rangárhreppur afganginn. Það mun þó ekki vera fyrr en 2014 sem fullar tekjur koma af virkjuninni til sveitarfélaganna.

Að sögn Eydísar Þ. Indriðadóttur, oddvita Ásahrepps, er gert ráð fyrir að auka þjónustu við íbúa enn frekar. Hreppurinn hefur verið að leggja slitlag á heimkeyrslur undanfarið og í enduráætlun vegna yfirstandandi árs kemur fram að til verkefnisins sparast 7,6 milljón króna. Eyrún sagði að nýjar byggingar kölluðu á nýjar heimkeyrslur en tvö hús eru nú í smíðum í sveitarfélaginu.

Rekstrargjöld stefna hins vegar í að vera hærri er nemur 2,6 milljónum króna. Ásahreppur eins og aðrir hreppar á Suðurlandi skoðar nú mögulega ljósleiðaravæðingu sagði Eydís.