Tekist á um formannsembættið

Allt stefnir í spennandi formannskjör í Bárunni, stéttarfélagi en framundan er aðalfundur félagsins.

Óvænt mótframboð í formannsembætti barst frá Verharði Stefánssyni, mjólkurbílsstjóra, en hann hefur starfað innan stjórnar Bárunnar áður. Fer hann fram gegn Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, sem hefur verið formaður félagsins undanfarin ár.

Ljóst er að tekist verður einnig á um stjórnarsæti því uppstillingarnefnd sem kom saman nýverið lagði fram lista yfir þá sem hún gerir tillögur um í nýja stjórn og samkvæmt því sem blaðið hefur heimildir um er það nokkuð gegn vilja núverandi stjórnarmanna.

Aðalfundur félagsins verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld.

Fyrri greinKrabbameinsdeild opnuð á HSu
Næsta greinReykjavík Travel bauð 6,6 milljónir í veiðiréttinn