Tekinn á 185 km/klst hraða á Lyngdalsheiði

Ökumaður fólksbifreiðar var í dag sviptur ökurétti eftir að hann ók bifreið sinni á 185 km/klst hraða á Lyngdalsheiði á leið að Laugarvatni. Nokkur umferð var þegar hraðaksturinn átti sér stað.

Undanfarið hafa lögreglumenn verið við hraðamælingar á Lyngdalsheiðarvegi. Að sögn lögreglu aka margir þar yfir leyfilegum hraða.

Öllu hægar fór ökumaðurinn sem kærður var fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. Sá mældist á 114 kílómetra hraða.

Fyrri greinHaldið föngnum í húsi á Stokkseyri í langan tíma
Næsta greinGrýtti lögreglustöðina og barði á glugga