Tekið til í Árborg

Hreinsunarátakið “Tökum á – tökum til” hófst í sveitarfélaginu Árborg í gær og stendur til 2. maí.

Hreinsunarátakið er gert í tengslum við dag umhverfisins sem var sl. mánudag.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að taka virkan þátt og fegra umhverfið með því að hreinsa allt sjáanlegt rusl.

Umhverfisdeild sveitarfélagsins mun bjóða íbúum sveitarfélagsins að fjarlægja ruslapoka og létt dót ásamt trjágreinum af lóðarmörkum á meðan á átakinu stendur.

Fyrri greinKosning vígslubiskups ógilt
Næsta greinPorshe-eigandinn skilaði blómunum