TBR gaf badmintonvörur á Litla-Hraun

Jóhann og Jóhann Páll. Ljósmynd/TBR

Fangar á Litla-Hrauni hafa möguleika á að æfa sig í badminton. Í fangelsið vantaði hins vegar badmintonspaða og flugur og óskuðu fangarnir eftir þessu að gjöf frá Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavíkur.

Jóhann Kjartansson frá TBR kom í heimsókn í fangelsið í dag, færandi hendi, og kenndi föngum jafnframt grunnatriðin í íþróttinni. Jóhann Páll Helgason, umsjónarmaður íþróttahússins á Litla-Hrauni, tók á móti gjöfinni.

Fyrri greinSigmar sæmdur gullmerki UMFÍ
Næsta grein„Ég er í skýjunum“