Tap á rekstri sambandsins

Tæplega 1,3 milljón króna tap varð á rekstri Héraðssambandsins Skarphéðins árið 2010.

Rekstrartekjur sambandsins voru 29,6 milljónir króna en rekstrargjöldin 31,1 milljón króna.

Langstærsti tekjuliður sambandsins eru Lottótekjur og hafa þær aukist frá síðasta ári, voru rúmar 10,4 milljónir króna. Lottótekjurnar skiptast á milli aðildarfélaga sambandsins og hluti þeirra fer í Verkefnasjóð HSK.

Stærsti gjaldaliðurinn var vegna útgáfu bókarinnar HSK í 100 ár, rúmar 8,2 milljónir króna. Kostnaðurinn við bókaútgáfuna er um 15 milljónir og dreifist á þrjú undanfarin ár.

Í áætlun fyrir árið 2010 hafði verið gert ráð fyrir rúmlega 1,5 milljón króna taprekstri þannig að rekstrarniðurstaðan er betri en áætlað var þrátt fyrir að tap væri á rekstrinum.

Sambandið er skuldlaust en á eignir upp á rúmar 13 milljónir króna.

Fyrri greinÁrborg steinlá í Útsvarinu
Næsta greinJóhannes kosinn heiðursformaður