Talsvert tjón á bíl við Bílval

Í gær á milli klukkan 18 og 23 var ekið á ljósgráa Hyundai Tucson bifreið þar sem hún var kyrrstæð og mannlaus á bílastæði við bílasöluna Bílval í Hrísmýri á Selfossi.

Talsvert tjón varð á afturhlera bifreiðarinnar frá stuðara upp að þaki. Ökutækið sem ekið var utan skildi eftir bláan lit á ákomustað Hyundai bifreiðarinnar sem færðist eina 30 sentimetra við áreksturinn.

Lögreglan á Selfossi biður þann sem hlut á að máli og alla sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinNýr umdæmisstjóri VÍS á Suðurlandi
Næsta greinMeirihluti Hvergerðinga hlynntur sameiningu