Talsvert slasaður eftir harðan árekstur

Harður árekstur tveggja bifreiða varð á sjöunda tímanum á föstudagskvöld á Biskupstungnabraut skammt sunnan við Reykholt.

Þar hafði fólksbifreið verið snúið við á þjóðveginum við afleggjara að sveitabæ og í veg fyrir pallbifreið sem hafði verið ekið á eftir fólksbifreiðinni.

Farþegi í fólksbifreiðinni var fluttur talsvert slasaður með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala. Fimm aðrir voru fluttir á heilsugæslustöð með minniháttar áverka.

Auk lögreglu og sjúkraflutningamanna voru mættir á staðinn björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem eru með vettvangshjálparhóp sem er kallaður til þegar alvarleg slys og bráðaveikindi verða í uppsveitum Árnessýslu.

Fyrri greinRannsókn á banaslysinu stendur enn yfir
Næsta greinDagbók lögreglu: Stukku út í myrkrið og földu sig