Talsvert blóð á vettvangi innbrots

Lögreglan á Suðurlandi fékk tvær tilkynningar um innbrot í tvo sumarbústaði í Úthlíð í liðinni viku.

Einskis er saknað úr húsunum en skemmdir voru unnar á þeim við það að brjótast inn í þau.

Í öðru húsinu var talsvert blóð svo leiða má líkur að því að innbrotsþjófurinn hafi skaðað sig.

Fyrri greinUmferðartafir á Hellisheiði
Næsta greinAðeins einn af fimm með beltið spennt