Talsverð aukning milli ára

Alls var 58 sölusamningum fasteigna þinglýst í síðasta mánuði á Suðurlandi. Þar af voru átta samningar um eignir í fjölbýli, 34 samningar um eignir í sérbýli og sextán samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var 1,1 milljarður króna og meðalupphæð á samning 20,5 milljónir króna. Af þessum 58 samningum voru 34 um eignir á Árborgarsvæðinu, þe. Ölfus, Hveragerði og Svf. Árborg. Þar af voru fimm samningar um eignir í fjölbýli, 25 samningar um eignir í sérbýli og fjórir samningar um annars konar eignir. Heildarveltan á eignum á Árborgarsvæðinu var 708 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,8 milljónir króna.

Á tölum Þjóðskrár má sjá að talsverð aukning er á fasteignasölu á milli ára ef miðað er við nóvember í fyrra. Þá var heildarvelta í sölu eigna á Suðurlandi 691 milljón og munurinn því 495 milljónir eða ríflega 70% aukning. Mestu munar um fjölda seldra sérbýla, en í síðasta mánuði seldust 34 sérbýli á Suðurlandi, en 15 í nóvember í fyrra, og er söluaukningin í krónum talið 540 milljónir.

Það sem af er þessu ári hafa verið gerði 533 sölusamningar á húsnæði og heildarvirði þeirra um 10,7 milljarðar króna. Helmingur sölunnar er á Árborgarsvæðinu, mest á Selfossi og í Hveragerði.

Fyrri greinFjölgun nemenda og frágangur skóla
Næsta greinMargar upprennandi judóstjörnur mættu