Talið aftur í Suðurkjördæmi

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis í dag ákvað yfirkjörstjórn að endurtelja atkvæði sem greidd voru í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum.

Vinstri grænir, Píratar, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn, höfðu kallað eftir því að talið yrði aftur, vegna þess hversu mjótt var á munum milli tveggja flokka. Aðeins munaði sjö atkvæðum á fulltrúum VG og Miðflokksins.

Talning fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í kvöld og hefst kl. 19. Umboðsmenn framboðslista verða boðaðir til fundar með yfirkjörstjórn á sama stað kl. 18:30. Talning verður fyrir opnum tjöldum.

Fyrri greinFlóaskóli fékk fyrsta Grænfánann
Næsta greinSelfoss/Hamar/Ægir bikarmeistari í 3. flokki karla