Talið niður til jóla

Eins og lesendur sunnlenska.is hafa tekið eftir erum við byrjuð að telja niður til jóla með skemmtilegum teikningum.

Það eru krakkarnir í 4. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem sem eiga teikningarnar í jóladagatali sunnlenska.is í ár og sýna þær jólasveinana þrettán.

Þessar skemmtilegu myndir munu birtast á hverjum degi fram að jólum og munu allar myndirnar birtast í myndasafni með þessari frétt þegar nær dregur jólum.