Taldi sig sjá neyðarblys

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar undir Eyjafjöllum, í Landeyjum og frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í gærkvöldi til leitar við Langadal í Þórsmörk og í Básum.

Aðili sem var þar staddur taldi sig hafa séð neyðarblysi skotið upp. Eftir að málið hafði verið kannað betur var talin ástæða til að kanna málið betur þó ekki væri nema til að útiloka að þarna væru ferðalangar í vandræðum.

Björgunarsveitir leituðu af sér allan grun og fundu ekkert en leitað var frameftir nóttu.

Fyrri greinLeitað að amerískum pilti
Næsta greinMatejic í liði ársins