Takmörkuð umferð um Dyrhólaey

Háey Dyrhólaeyjar er lokuð fyrir akandi umferð þessa dagana en opið inn á Lágey milli kl. 9 og 19.

Umferð gangandi almennings er heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum á sama tíma. Friðlandið er lokað á kvöldin og yfir nóttina og gildir þessi tilhögun til 25. júní er svæðið verður opið allan sólarhringinn.

Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, forstöðumaður Kötluseturs í Vík, segir að talsverð umferð ferðamanna sé um svæðið. Eru það líkt og áður langmest erlendir ferðamenn, og að hans sögn eru þeir í mörgum tilfellum komnir á svæðið fyrir opnun á morgnana og bíða þess óþreyjufullir að geta virt fyrir sér svæðið og fuglalíf.

Fyrri greinNýr yfirlæknir sjúkrasviðs
Næsta greinSlæm umgengni á gámasvæði