Takmarkanir á umferð um þjóðgarðinn á Þingvöllum

Takmarkanir hafa verið settar á umferð þungra ökutækja um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Umferð vöruflutningabíla sem eru þyngri en 8 tonn er óheimil, en umferð allra hópferðabifreiða og áætlunarbíla verður áfram heimil um þjóðgarðinn. Umferð allra ökutækja með vatnsspillandi farm og hættulegan farm er bönnuð.

Bannið hefur þegar tekið gildi og hafa verið sett upp skilti við leiðir inn í þjóðgarðinn því til staðfestingar. Skiltin eru á Þingvallavegi við Biskupstungnabraut, á Lyngdalsheiðarvegi rétt við hringtorgið á Laugarvatni og á Þingvallavegi við Vesturlandsveg.

Veggarendur eru beðnir um að fylgja þessum reglum og bæta þannig umgegni um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Fyrri greinAri Trausti heimsækir Árnessýslu
Næsta greinHeilgrillað naut á Kótelettunni