Tafir á opnun gufubaðsins

Ljóst er að tafir verða á opnun Fontana, nýja gufubaðsins á Laugarvatni sem til stóð að opna um hvítasunnuhelgina.

SÁ Verklausnir, sem hefur verið aðalverktakinn að verkinu hefur sagt sig frá verkinu og munu undirverktakar sjá um að ljúka því auk þess sem nýr byggingastjóri hefur verið ráðinn.

Að sögn Önnu Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Laugarvatns Fontana, er þetta bagalegt en ennþá sé þó stefnt að opnun gufubaðsins í júní. Ljóst sé þó að ekki takist að opna um hvítasunnuna eins og að var stefnt.