Tafðist vegna flutnings ráðuneytisins

Horfur eru á að 150 milljón króna framkvæmdir hefjist á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) innan skamms.

HSu átti ónotað 90 milljóna króna framlag frá síðasta ári sem verja átti til viðhaldsframkvæmda og fékk síðan 64 milljóna króna viðbótaframlag í fjárlögum yfirstandandi árs. Að sögn Magnúsar Skúlasonar, framkvæmdastjóra HSu, er bagalegt að framkvæmdir skuli ekki hafa farið af stað fyrr því hér sé um brýn viðhaldsverkefni að ræða auk þess sem þau séu mannaflsfrek og geti nýst vel fyrir iðnaðarmenn á Suðurlandi.

Sveinn Guðmundsson, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, segir að framkvæmdirnar hafi tafist af praktískum ástæðum, vegna flutninga og sameininga ráðuneyta en innan skamms verði farið í útboð.

Verkinu átti að vera lokið í desember en vegna fyrrgreindra ástæðna hefði orðið dráttur á afgreiðslu málsins.

Fyrri greinBjartmar og Bergrisarnir í Hvíta
Næsta greinLaus sæti í Arsenalferð