Tæpar 2,3 milljónir króna í posanum hjá löggunni

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglumenn í V-Skaftafellssýslu sátu ekki auðum höndum um helgina heldur stöðvuðu þeir 41 ökumann fyrir hraðakstur á varðsvæði Víkur og Kirkjubæjarklausturs.

Þeir sem hraðast óku voru á tæplega 140 km/klst hraða.

Alls var posauppgjör helgarinnar hjá lögreglunni á Vík og Klaustri 2.250.000 krónur og þá eru ekki taldir með þeir sem ekki gátu greitt sektir sínar á staðnum.

Alls voru 74 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi í liðinni viku og hafa þá 1.217 ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur það sem af er árinu.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að áfram verði fylgst grannt með ökuhraða og ástandi ökumanna í umferðinni með það að markmiði að draga úr hættu á umferðarslysum.

Fyrri greinSextán ára á 120 km/klst í „æfingaakstri“
Næsta greinÁsa Berglind ráðin verkefnastjóri