T-listinn sterkari en tapaði samt

Kvöldið fyrir kosningarnar í Flóahreppi áttust frambjóðendur T og R-lista við í reiptogi. T-listinn sigraði þá keppni örugglega.

Keppnin var hluti af hátíðinni Fjör í Flóa sem fram fór um helgina og fylgdist fjöldi fólks með viðureigninni. Úrslitin urðu þau að lið T-listans sigraði tvívegis með töluverðum yfirburðum.

Þegar kom að sveitarstjórnarkosningunum daginn eftir var það hins vegar R-listinn sem vann stórsigur, 254-97, og fékk fjóra af fimm hreppsnefndarmönnum.