Tættu land sveitarfélagsins fyrir minigolfvöll

Í júní urðu menn þess varir að spilda hafði verið tætt með jarðtætara vestan lóðarinnar Hamragerðis 7 og austan Bugðugerðis í Árneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Um var að ca. 6-800 fermetra spildu. Í fundargerð sveitarstjórnar kemur fram að þeir sem að verkinu stóðu hafi ætlað sér að útbúa minigolfvöll á spildunni.

Umrætt land er hins vegar ekki innan lóðamarka Hamragerðis 7 og gerðu sveitarstjóri og oddviti hlutaðeigandi ljóst að umrætt land væri í eigu sveitarfélagins.

Í kjölfarið bókaði sveitarstjórnin á fundi sínum að hún teldi að mörgu leiti jákvætt að íbúar sýni áhuga á að bæta umhverfi sitt og sýni frumkvæði í þá átt. Það var hins vegar áréttað að „þegar um breytingar og framkvæmdir á deiliskipulögðu svæði sem er í eigu og í umsjá sveitarfélagsins skuli alltaf sækja um leyfi og fá samþykki með formlegum hætti frá viðkomandi skipulagsyfirvaldi áður en ráðist sé í verkið.“

Fyrri greinKristín valin í landsliðið í fyrsta sinn
Næsta greinKosið um nýtt nafn í haust