Tæpa þrjá tíma upp brekkuna

Flutningabíll með fiskfarm á leið til Hafnar í Hornafirði lenti í erfiðleikum við Gatnabrún í Mýrdal um hádegið í dag. Bíllinn komst ekki upp vegna hálku en var að lokum dreginn með veghefli og saltdreifingarbíl.

Mikil hálka var á veginum og komst bíllinn ekki upp en brekkan er bæði brött og hlykkjótt.

Flutningabíllinn var fastur í brekkunni í á þriðju klukkustund og myndaðist talsverð bílalest á veginum.

Fyrri greinÍris og Úlfar íþróttamenn ársins
Næsta greinBlindaðist og valt