Tæplega 2,6 milljarða velta í nóvember

Alls var 94 kaupsamningum þinglýst í nóvember vegna fasteigna á Suðurlandi. Þar af voru 56 samningar á Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn.

Þar af voru 9 samningar um eignir í fjölbýli, 58 samningar um eignir í sérbýli og 27 samningar um annars konar eignir.

Heildarveltan var tæplega 2,6 milljarðar króna og meðalupphæð á samning 27,5 milljónir króna.

Á Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn, sem Þjóðskrá Íslands skilgreinir sem Árborgarsvæðið voru gerðir 7 samningar um eignir í fjölbýli, 45 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan á þessu svæði var tæplega 1,5 milljarður króna meðalupphæð á samning 26,4 milljónir króna.

Heildarveltan á Suðurlandi í nóvember er svipuð og árið 2015 þegar hún var rúmlega 2,4 milljarðar króna, og fjöldi samninga var einnig svipaður í þessum mánuði á milli ára.

Á Árborgarsvæðinu hefur veltan ekki verið meiri í nóvembermánuði síðan árið 2007, þegar hún var tæplega 2,2 milljarðar og 57 samningum þinglýst.