Syst­ur taka við rekstri Litlu kaffi­stof­unn­ar

Um mánaðar­mót­in taka syst­urn­ar Ásdís og Hall­veig Hösk­ulds­dæt­ur við rekstri Litlu kaffi­stof­unn­ar við Suðurlandsveg af Stefáni Þormari Guðmunds­syni sem hef­ur rekið staðinn í tæp­lega ald­ar­fjórðung eða frá ár­inu1992.

Syst­urn­ar voru vald­ar úr hópi tæp­lega 100 um­sækj­enda, en það er Olís sem á staðinn og samdi um rekst­ur­inn við þær til næstu fimm ára.

mbl.is greinir frá þessu.

Ásdís hef­ur áður verið í hót­el- og veit­inga­geir­an­um bæði hjá Eddu­hót­el­um og í Staðarskála auk þess sem hún var rekstr­ar­stjóri Domin­o’s í fjög­ur ár. Í dag rekur hún heild­sölu. Hall­veig hef­ur einnig mikla reynslu úr þess­um geira, en hún rak Hreðavatns­skála í nokk­ur ár og í kjöl­farið af þeim rekstri starfaði Hall­veig bæði í Brú og í Staðarskála.

„Við ætl­um ekki að breyta miklu, held­ur halda okk­ur við súp­urn­ar og smurða brauðið,“ seg­ir Ásdís í sam­tali við mbl.is.

Fyrri greinÞórsarar undir í einvíginu
Næsta greinElvar Örn í U-20 á EM