Sýnum tillitssemi á Heiðinni

Á Suðurlandsvegi í Svínahrauni er verið að vinna við víravegrið frá Hamragilsvegi að Litlu kaffistofunni. Þrenging er í báðar áttir. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Þá er lokað fyrir umferð um brú á yfirfalli við Hrauneyjafossvirkjun á Sprengisandsleið, vegi 26, vegna framkvæmda. Reikna má með að þær standi fram í miðjan september. Umferð verður á hjáleið um Hrauneyjafossvirkjun á meðan.