Syntu ölvaðir yfir Hvítá

Þrír ungir menn syntu ölvaðir yfir Hvítá við Laugarás í Biskupstungum á fjórða tímanum í nótt.

Þeir höfðu verið að skemmta sér á tjaldstæðinu í Laugarási þegar tóku þá ákvörðun að frá sér sundsprett. Þegar þeir höfðu ekki skilað sér aftur um klukkustund síðar tóku félagar þeirra að ókyrrast og höfðu samband við lögreglu sem ræsti út auka mannskap og björgunarsveit.

Útkallið var afturkallað tæpum hálftíma síðar þegar mennirnir komu í leitirnar. Þeir höfðu þá synt yfir Hvítá, tekið land skammt frá Auðsholti í Hrunamannahreppi og gengið til baka með fram ánni.

Að sögn lögreglu voru mennirnir blautir og kaldir en að öðru leyti varð þeim ekki meint af.