Syntu langleiðina til Selfoss

Heilsuvika Rangárþings eystra var í síðustu viku. Heilmikið var við að vera fyrir íbúa svæðisins og m.a. var efnt til smá sundkeppni.

Keppt var um hver gæti synt lengst í sundlauginni á Hvolsvelli á meðan á heilsuvikunni stóð. Þó nokkrir skráðu sig til leiks og í síðustu viku voru viðurkenningar og verðlaun, árskort í sund, afhent formlega.

Það var Kristín Sigurðardóttir sem syndi mest kvenna 17.200 m en hún var jafnframt aldursforseti hópsins og Paolo Sicoli sem synti mest karla 20.000 m.

Samanlagt syntu þau því langleiðina frá Hvolsvelli til Selfoss.

Fyrri greinVel sóttur ungbarnamorgunn
Næsta greinKatla fyrsti jarðvangurinn á Íslandi