Syntu langleiðina til Selfoss

Heilsuvika Rangárþings eystra var í síðustu viku. Heilmikið var við að vera fyrir íbúa svæðisins og m.a. var efnt til smá sundkeppni.

Keppt var um hver gæti synt lengst í sundlauginni á Hvolsvelli á meðan á heilsuvikunni stóð. Þó nokkrir skráðu sig til leiks og í síðustu viku voru viðurkenningar og verðlaun, árskort í sund, afhent formlega.

Það var Kristín Sigurðardóttir sem syndi mest kvenna 17.200 m en hún var jafnframt aldursforseti hópsins og Paolo Sicoli sem synti mest karla 20.000 m.

Samanlagt syntu þau því langleiðina frá Hvolsvelli til Selfoss.