Syngjandi sveinar á Selfossi

Mikill mannfjöldi tók á móti sveinunum síkátu. sunnlenska.is/Benedikt Hrafn Guðmundsson

Það var heldur betur góð stemmning í miðbæ Selfoss í gær þegar jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli brugðu sér í bæjarferð og heilsuðu upp á Selfyssinga og nærsveitunga, bæði brottflutta og búandi.

Í opinskáu viðtali við sunnlenska.is sagði Þvörusleikir Leppalúðason að sjaldan eða aldrei hafi jafn mikill mannfjöldi verið viðstaddur þennan árlega viðburð. Með í för var fleira hyski úr Ingólfsfjalli, sjálf Grýla ásamt fleiri bræðrum og systrum sveinanna og héldu þessi viðhengi sig sem betur fer í öruggri fjarlægð frá mannfjöldanum.

Sveinarnir sungu nokkur lög og spjölluðu við bæði börn og fullorðna en bæði ungir og aldnir höfðu gaman af uppátækjum bræðranna.

sunnlenska.is/Benedikt Hrafn Guðmundsson
sunnlenska.is/Benedikt Hrafn Guðmundsson
sunnlenska.is/Benedikt Hrafn Guðmundsson
sunnlenska.is/Benedikt Hrafn Guðmundsson
sunnlenska.is/Guðmundur Karl Sigurdórsson
sunnlenska.is/Benedikt Hrafn Guðmundsson
sunnlenska.is/Benedikt Hrafn Guðmundsson
Fyrri greinÖruggur sigur Eyjakvenna á Selfossi
Næsta greinSelfoss úr leik í bikarnum