Sýnatökur hefjast á Hvolsvelli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Heilbrigðisstofnun Suðurlands mun hefja reglulegar sýnatökur vegna COVID-19 á Hvolsvelli næstkomandi þriðjudag.

Það sem af er kórónuveirufaraldrinum hafa sýnatökur á Suðurlandi einungis verið í boði á Selfossi.

Sýnatökurnar á Hvolsvelli fara fram á Hvolsvegi 31 og það er öryggisfyrirtækið Securitas sem mun sjá um þær, undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna á HSU, eins og verið hefur undanfarið á Selfossi.

Framkvæmdar verða PCR sýnatökur og hraðpróf en opið verður í skimanir alla virka daga frá kl. 15:00 til 17:00.

Fyrri greinÓliver lánaður til Hollands
Næsta greinGáfu öllu unglingastiginu nýju bókina hans Þorgríms